Hver við erum
Vefverslun Trans Íslands er haldið úti af Trans Íslandi, félagi trans fólks á Íslandi (kt. 491107-0650). Trans Ísland eru óhagnaðardrifin félagasamtök trans fólks á Íslandi og er vefverslunin eingöngu rekin í fjáröflunarskyni fyrir félagið.
Afhending pantana
Pantanir eru eingöngu afhentar í gegnum sendingarþjónustu Dropp. Þar sem vefverslunin er rekin alfarið af sjálfboðaliðum er ekki í boði að sækja pantanir. Sendingarmátar sem eru í boði eru ólíkir eftir landshlutum og eru sjálfkrafa uppfærðir á pöntunarsíðu. Reynt er að koma pöntunum til Dropp innan eðlilegra tímamarka, en ekki er hægt að lofa ákveðnum tímamörkum þar sem að um sjálfboðaliðastarf er að ræða. Kaupendur fá staðfestingu á pöntun sinni í tölvupósti. Pantanir eru ekki afhentar Dropp fyrr en greiðsla hefur borist Trans Íslandi.
Greiðslumátar
Eingöngu er tekið við greiðslum í gegnum Aur og millifærslur. Nánari upplýsingar um greiðslumáta má finna á pöntunarsíðu. Sé valið að greiða með millifærslu eru kaupendur beðnir um að senda greiðslukvittun í tölvupósti á netfangið stjorn@transisland.is.
Notkun á persónuupplýsingum
Vefsvæðið notar kökur (e. cookies) til að halda utan um vörur sem settar eru í körfu, auk tímabundins auðkennis notenda sem eytt er eftir tvo sólarhringa.
Persónuupplýsingar notenda sem fylltar eru út í greiðsluferli eru notaðar við afgreiðslu pantana og verður deilt með Dropp.